Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga, á alþjóðlegum degi skóga 21. mars. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Pálmars Arnar Guðmundssonar, formanns Skógræktarfélags Grindavíkur, fyrir ötult kynningarstarf um skógrækt með myndbandagerð.