Mögulegt að rækta skóg til kolefnisbindingar á verði losunarheimilda
Verðið á þeim losunarheimildum sem stóriðjan kaupir er nú um 5 Bandaríkjadollarar fyrir hvert losað tonn. Að binda eitt tonn koltvísýrings í skógi á Íslandi kostar um sjö dollara. Ef greitt yrði fyrir skógrækt í stað losunarheimilda sparaðist gjaldeyrir, íslenska skógarauðlindin myndi stækka hraðar, störf myndu skapast í dreifbýli og skógurinn myndi efla vistkerfi og samfélag.
23.01.2017