Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skógrækt á lögbýlum – umsókn um stuðning

Umsóknareyðublað vegna skógræktar (.docx)

Skógræktarverkefni skapa tækifæri fyrir áframhaldandi búsetu, þróun og viðhaldi byggðar, ræktun skóga og auknum nýtingarmöguleikum á bújörðum. Um leið byggist upp auðlind til framtíðar.

Enginn umsóknarfrestur er fyrir þessi verkefni og tekið við umsóknum allt árið.

Þátttaka í skógrækt á lögbýlum

Landeigendur eða ábúendur lögbýla með að minnsta kosti 10 hektara og viðeigandi skilyrði að mati skógræktarráðgjafa eiga möguleika á stuðningi.

  • Ef ábúandi er ekki eigandi jarðar, þarf samþykki eigandans.

  • Skógræktarsamningar koma ekki til greina á löndum í óskiptri sameign.

  • Ábúendur ríkisjarða þurfa að kynna hugmyndir sínar fjármála- og efnahagsráðuneytinu áður en sótt er um.

Skógræktarráðgjafar veita upplýsingar og aðstoð við umsókn.

Sækja um þátttöku

Umsóknarferli um þátttöku fer fram í skrefum.

Umsóknareyðublað vegna skógræktar (.docx)

Þjónustuaðili

Land og skógur

Umsóknareyðublað vegna skógræktar (.docx)