Hér er að finna gagnlegt lesefni um útikennslu, bæði íslenskt efni og efni á ensku og Norðurlandamálunum. Þetta efni hefur m.a. nýst við að þróa nám í skógarleiðsögn og til kennslu á meistarastigi í námskeiðinu Útikennsla og og græn nytjahönnun á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Lesið í skóginn - tálgað í tré
Kennslubók sem notuð hefur verið á samnefndum námskeiðum. Bókina skrifaði Ólafur Oddsson, fyrrverandi fræðslufulltrúi Skógræktarinnar og hún kom út öðru sinni 2018 á vegum Skógræktarinnar og Landbúnaðarháskóla Íslands. Bókin er full af fróðleik, hugmyndum og leiðbeiningum um útinám, tálgun úr skógarefni og fleira.
Lesa ritið
Gildi útináms í skólastarfi
Samvinnuverkefni leik- og grunnskóla um hönnun útisvæðis í Reykjanesbæ. Fræðilegur grunnur og aðgerðaráætlun fyrir samvinnuverkefni leik- og grunnskóla um undirbúning útisvæðis í Reykjanesbæ. Spurt er hvað útinám sé, um tegundir þess, gildi, ávinning, hlutverk kennarans og kennsluaðferðir.
Lesa ritið
Outdoor Education, Adventure and Learning
- A Fusion
Rannsókn þar sem könnuð er reynsla og skoðanir fólks sem starfað hefur að útikennslu. Skýrslan er byggð á tólf ítarlegum viðtölum við fólk sem ýmist hefur sjálft sinnt útikennslu eða er í áhrifastöðum á sviði útikennslu. Niðurstöðurnar sýna að útikennsla er góður vettvangur til lærdóms ekki síður en til þroska einstaklings og samfélags.
Lesa ritið
Design and Craft Education in Iceland
Fjallað er um hugmyndir evrópskra menntafrömuða sem þróuðu hugmyndina um að nýta verkgreinar sem miðil til almennrar menntunar. Rætt er um sögu og bakgrunn hönnunar og handverks á Íslandi og hvernig hugmyndir norrænu Slöjd-hugmyndafræðinnar voru teknar til kostanna á Íslandi. Lýst er þróun námskrár fyrir verkgreinar á Íslandi frá 1918 til nútímans og hvernig sú þróun fer smám saman yfir í tæknikennslu.
Lesa ritið
Belysning av uteskole som tilpasset opplæring i kunnskapsløftet
Í þessu lokaverkefni við norska íþróttaháskólann Norges idrettshøgskole 2007 skoðar Anne Engh útikennslu með tilliti til nýrrar námskrár frá haustinu 2006. Fjallað er um tvær meginspurningar, annars vegar hvernig innleiða megi útikennslu í stefnuskrám grunnskólans og hins vegar hvernig kennarar geta gert útinám að sjálfsögðum lið í kennsluaðferðum sínum.
Lesa ritið
Space and Place - Perspectives on outdoor teaching and learning
Markmið ritgerðarinnar er að efla fræðilegan grunn útikennslu og útináms, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Könnuð eru áhrif reglulegrar útikennslu í framhaldsskólum en einnig skoðað hvaða áhrif reglulegar heimsóknir fulltrúa umhverfisfræðslustofnana í Ástralíu hafa á upplifun þéttbýlisnema af náttúrunni og hvernig nemendurnir líta á mögulega kosti upplifunar af náttúrunni.
Lesa ritið
Learning through outdoor experience - a guide for schools and youth groups
Þessa handbók um útikennslu fyrir skóla og ungmennahópa skrifaði hópur fólks sem hefur reynslu af útinámi og upplifun utan dyra. Farið er yfir ýmsa þætti sem snerta þá reynslu og lærdóm sem öðlast má utan dyra og hvernig gera má leiðina að slíkum vinnubrögðum greiðari.
Lesa ritið
Uteskole - helse og læring hånd i hånd?
Meðal barna og unglinga eru margir sem kljást við líkamlega eða andlega heilsu sína og það hefur áhrif á möguleika þeirra. Þess vegna er mikilvægt að líta til kennsluaðferða sem geta styrkt heilsu barnanna svo að þeim líði betur í skólanum og líti á hann sem vettvang til framfara. Í rannsókn sem þessi skýrsla er byggð á voru tekin viðtöl við börn sem höfðu reynslu af útikennslu og viðhorf þeirra könnuð. Útikennslan virðist auka námsvilja barna og stuðla að betri heilsu þeirra, bæði líkamlegri og andlegri.
Lesa ritið