Lífsferill
Lerkiáta (Lachnellula willkommii) smitast gegnum sár á lerkiberki. Sveppurinn veldur skemmdum á leiðsluvefjum. Fyrstu einkennin eru að greinar og jafnvel heil tré fölna og drepast. Sveppaldin lerkiátu eru skál- eða skífulaga, rauðgul með hvítu kögri í kring, 1-6 mm í þvermál.
Tjón
Lerkiáta er um land allt en skaðsemi hennar er mest þar sem vetur eru mildir. Það eru einkum síberíukvæmin sem verða hart úti.
Varnir gegn skaðvaldi
Besta ráðið til að verjast þessum sjúkdómi er að forðast þau lerkikvæmi sem eru viðkvæmust fyrir sveppnum.