Lífsferill
Furubikar (Gremmeniella abietina) er sveppur sem veldur sýkingum á ýmsum furutegundum. Hann kemst inn í tréð um sár á berki og vex síðan eftir berkinum, drepur hann og síðan greinina eða jafnvel allt tréð.
Tjón
Furubikar veldur verulegum skemmdum á bergfuru og broddfuru, einkum um vestanvert landið, en stafafura skemmist sjaldan af hans völdum.
Varnir gegn skaðvaldi
Einu varnaraðgerðirnar eru að fella sýkt tré.