Hæð: fremur lítið tré, ætti að geta náð allt að 15 m hæð hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna tré með mjóa, óreglulega krónu
Vaxtarhraði: Lítill
Landshluti: Einkum í innsveitum um norðanvert landið
Sérkröfur: Ljóselsk tegund
Styrkleikar: Sérstakt vaxtarlag sumra kvæma
Veikleikar: vorkal nánast á hverju vori, hægur vöxtur
Athugasemdir: Kajanderlerki, olguflóalerki, prins rúprektslerki, kúríleyjalerki o.fl. „tegundir“ frá austasta hluta Norður-Asíu eru svipaðar og af flestum taldar undirtegundir dáríulerkis. Engin þeirra er nægilega vel aðlöguð vetrarhlýindum til að geta þrifist vel hérlendis. Þó hefur dáríulerki ættað frá Sjakalíneyju (eða blendingar þess við aðrar lerkitegundir) náð nokkrum þroska