Hæð: Fremur smávaxið tré miðað við ýmsa barrviði en ætti að geta náð a.m.k. 20 m hæð hérlendis
Vaxtarlag: Beinvaxið, einstofna tré með keilulaga krónu
Vaxtarhraði: Hægur
Landshluti: Einkum í innsveitum
Sérkröfur: Þarf skjól í æsku, helst skerm hávaxnari trjáa, þarf frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Skuggþolin tegund, formfegurð.
Veikleikar: Þináta, kal, ekki frumherjategund
Athugasemdir: Síberíuþinur var meðal fyrstu tegunda sem reyndar voru í skógrækt á Íslandi og eru rúmlega 120 ára gömul eintök bæði í Grundarreit og Furulundinum á Þingvöllum. Afföll vegna þinátu eru ávallt mikil. Náskyld tegund er mansjúríuþinur (A. nephrolepis)