Lat. Phacidium coniferarum

Lífsferill

Barrviðaráta (Phacidium coniferarum) leggst á margar tegundir barrviða. Einkenni eru þau að einstakar greinar, eða árssproti, visna á miðju sumri. Í slæmum tilvikum drepst allt tréð.

Tjón

Lerki fer verst út úr þessum sjúkdómi í köldum sumrum og eru lerkikvæmi frá Síberíu yfirleitt viðkvæmust.

Varnir gegn skaðvaldi

Varast ber að særa trén þegar þau eru komin í dvala, þ.e.a.s. á haustin og fyrri hluta vetrar. Besta ráðið til að verjast þessum sjúkdómi er að forðast þau lerkikvæmi sem eru viðkvæmust fyrir sveppnum