Hæð: Smávaxin tré, óvíst um mögulega hæð hérlendis
Vaxtarlag: Runni í fyrstu, síðan beinvaxið tré
Vaxtarhraði: Afar hægur
Hvaða landshluta: Víða um land
Sérkröfur: Þarf gott skjól, þarf frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Mjög skuggþolinn, langlífur
Veikleikar: Viðkvæmur á unga aldri, þarf algjört skjól
Athugasemdir: Kóreulífviður hefur vaxið í Hallormsstaðaskógi í 60 ár, er lífseigur en flestar hríslurnar eru enn á runnastiginu. Þær þroska fræ og afkomendur þeirra eru til á nokkrum stöðum