Hæð: Oftast fremur smávaxið tré, hefur þegar náð yfir 15 m hérlendis
Vaxtarlag: Misjafnt, frá margstofna tré eða runna til einstofna trés með keilulaga krónu, myndar oft rótarskot
Vaxtarhraði: Fremur hægur
Landshluti: Um land allt
Sérkröfur: Sambúð við geislasvepp af ættkvíslinni Frankia, ljóselsk tegund, vex best á lækjarbökkum og síst í lyngmóum
Styrkleikar: Niturbindandi, gott frostþol vor og haust
Veikleikar: Átusveppir, myndar sjaldan fræ, erfiðleikar í ræktun í gróðrarstöðvum, sjaldnast beinvaxið
Athugasemdir:
Gráelri blómstrar mjög snemma vors og blóm skemmast oft í vorfrostum. Þrátt fyrir það er kal á sprotum mjög sjaldgæft. Bæði norsk og finnsk kvæmi eru vel aðlöguð íslenskum aðstæðum. Lítil notkun í skógrækt orsakast af erfiðleikum við uppeldi í gróðrarstöðvum.