Hæð: Stórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 25 m hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með fremur mjóa krónu, tvær nálar í knippi
Vaxtarhraði: Fremur hægur
Landshluti: Víða um land
Sérkröfur: Ljóselsk tegund
Styrkleikar: Gott frostþol, viður, oftast mjög beinvaxin
Veikleikar: Hægur vöxtur, furulús, nálakal
Athugasemdir: Miklar vonir voru bundnar við skógarfuru og hún var mikið gróðursett á 6. áratug síðustu aldar. Furulús (Pineus pini) grandaði henni að mestu. Nú eru hins vegar vísbendingar um að furulúsin drepi ekki lengur ungar skógarfurur þótt hún leggist stundum á þær. Líklega hefur borist hingað sjúkdómur sem herjar á furulúsina