Markmið verkefnisins er að finna og rækta upp hentug kvæmi af fjallaþin til jólatrjáaræktunar

Hluti af doktorsverkefni Brynjars Skúlasonar við Kaupmannahafnarháskóla, unnið og frágengið á tímabilinu 2012-2017.

2017-2018: Verkefni lauk í febrúar 2017. Tvær greinar í ritrýndum ritum birtust 2017 og ein í ársbyrjun 2018. Búið er að gróðursetja úrvalsklóna á frægarð á Vöglum á Þelamörk. Úrvalið byggir á niðurstöðum verkefnisins.

2019: Ágræddu plönturnar í frægarðinum hafa flestar lifað og lítur vel út með framhaldið. Nokkrar ágræddar plöntur voru til í fræhúsinu á Vöglum sem var bætt inní frægarðinn sem er utandyra vorið 2019, t.d. í stað þeirra stöku plantna sem höfðu drepist ári eftir gróðursetningu. Einnig var borin molta kringum allar plönturnar til að koma þeim í vöxt.

2020: Engar sérstakar aðgerðir fyrirhugaðar nema etv. áburðargjöf og snyrting einstakra trjáa eftir þörfum.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason