Hæð: Stórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 20 m hérlendis
Vaxtarlag: Beinvaxið tré með fremur mjóa krónu
Vaxtarhraði: Oftast mikill
Hvaða landshluta: Víða um land
Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg og rými til að breiða úr sér með rótarskotum
Styrkleikar: Lífseig, frostþolin, vindþolin, skuggþolin á ungaaldri
Veikleikar: Lítil reynsla
Athugasemdir: Þessi hraðvaxta blendingur blæaspar og amerískrar náfrænku hennar, nöturaspar, er talsvert notaður í skógrækt á stuttum lotum í Skandinavíu. A.m.k. einn klónn þessa blendings hefur reynst harðger og hraðvaxta hérlendis.