Hæð: Fremur lítið tré, allt að 15 m hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna tré með mjóa, óreglulega krónu
Vaxtarhraði: Lítill
Landshluti: Einkum um norðanvert landið, gæti hentað í meiri hæð y.s. en flestar tegundir
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, vex ekki vel í mýrum þrátt fyrir nafnið
Styrkleikar: Gott frostþol vor og haust, þolir stutt og svalt sumar, viður
Veikleikar: Hægur vöxtur
Athugasemdir: Mýralerki vex hægt en nokkuð örugglega. Kjarnviðurinn er oft fallega rauður og getur mýralerki því hugsanlega framleitt verðmætan við þótt það taki sinn tíma