Hæð: Fremur smávaxið tré, ætti að geta náð a.m.k. 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna með misbreiða krónu, líkist mjög reyniviði
Vaxtarhraði: Getur verið hraður við góð skilyrði á ungaaldri en fer snemma að blómstra og þá dregur úr vexti
Hvaða landshluta: Um land allt
Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Blóm, ber, viður
Veikleikar: Trjámaðkur, lítil reynsla af ræktun
Athugasemdir: Sú litla reynsla sem er af ræktun knappareynis hér á landi lofar góðu. Tegundin er mjög lík reyniviði og þær æxlast auðveldlega saman.