Kanna eldri tilraun með reynivið og safna fræi af vænlegustu trjánum

 

Markmið verkefnisins er að kanna eldri tilraun með reynivið og safna fræi af vænlegustu trjánum.

2017: Gerð var lauslega upp tilraun með reynivið þar sem afkomendur gamalla  stórra reyniviðartrjáa voru prófaðir á Vöglum á Þelamörk. Nokkrir afkomendahópar virtust betri en aðrir og mörg trjánna ákaflega beinvaxin og þróttmikil. Talsvert var um ber á trjánum í tilrauninni og var safnað af þeim vænlegustu til að eiga sem fræ í frægeymslunni á Vöglum.

2018: Útbúið veggspjald fyrir Fagráðstefnu skógræktar vorið 2018.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason