Hæð: Fremur smávaxið tré, gæti e.t.v. náð um 10 m hæð hérlendis
Vaxtarlag: Beinvaxið, einstofna tré með keilulaga krónu
Vaxtarhraði: Hægur
Landshluti: Einkum í innsveitum
Sérkröfur: Þarf skjól í æsku, helst skerm hávaxnari trjáa, þarf frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Skuggþolin tegund, formfegurð,
Veikleikar: Lítil reynsla, ekki frumherjategund
Athugasemdir: Balsamþinur er náskyldur fjallaþin og telja sumir flokkunarfræðingar fjallaþin vera undirtegund balsamþins. Balsamþinur er frá austanverðri Kanada og er ekki eins vel aðlagaður hafrænu loftslagi og fjallaþinur. Gróðursetning hans hefur almennt tekist illa hérlendis en þó er sæmilegur lundur í Vaglaskógi