Hæð: Mjög stór tré, óvíst um mögulega hæð hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxin tré með keilulaga krónu
Vaxtarhraði: Hægur í æsku en síðan hraður
Landshluti: A.m.k. í innsveitum á A-landi
Sérkröfur: Þarf að vera undir trjáskermi í æsku, þarf frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Mjög skuggþolinn, langlífur, verðmætur viður, geysilega falleg tré
Veikleikar: Viðkvæmur á unga aldri, þarf algjört skjól
Athugasemdir: Eftir hæga byrjun eru nokkrir rísalífviðir nú komnir í góðan vöxt við Jökullæk í Hallormsstaðaakógi. Þeir þroska fræ og afkomendur þeirra eru til á nokkrum stöðum