• Eigandi: Skógræktin
    Á sínum tíma gjöf til Rannsóknastöðvar skógræktar
  • Staður: Kjalarnes
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Byggingarár: 1942
  • Stærð: 100 m²
  • Skráð: 16.08.2013 
     

Lýsing: Sumarbústaður sem Aron Guðbrandsson reisti 1943, gefinn Rannsóknastöð skógræktar af ekkju hans, Ásrúnu Einarsdóttur. Húsið er steinsteypt, á einni hæð með valmaþaki og er rúmir 100 m². Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu eftir að Mógilsá eignaðist það. Aronsbústaður er notaður sem gististaður fyrir  gesti Mógilsár, svo sem nemendur í starfsþjálfun eða erlent vísindafólk sem starfar tímabundið við stöðina. Ákvæði um þessa notkun hússins eru í gjafabréfi Ásrúnar.

Aronsbústaður