Lat. Semudobia betulina

Lífsferill

Birkihnúðmý (Semudobia betulina) verpir í birkirekla. Lirfurnar lifa á fræhvítunni. Þær eru fullvaxta þegar haustar og púpa sig um vorið. Fræ sem eru smituð af lirfum birkihnúðmýs eru auðþekkt frá heilbrigðum fræjum. Þau eru bólgin og vængirnir eru litlir og afmyndaðir.

Tjón

Birkihnúðmý dregur mjög úr framleiðslu birkis á nýtanlegu fræi en veldur ekki öðru tjóni.

Varnir gegn skaðvaldi

Ekki er farið í aðgerðir vegna birkihnúðmýs.