Íbúðarhúsið Þórðarstöðum


Eigandi: Skógræktin
Staður: Fnjóskadalur
Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
Byggingarár: 1937 og síðar
Skráning: 14.06.2012

Lýsing: Íbúðarhúsið og útihúsin standa á austurbakka Fnjóskár skammt vestan við Þórðarstaðahóla. Byggt var við húsið 1951, fjós reist 1959, fjárhús 1972 og hlöður 1947 og 1949. Árið 1944 keypti ríkið Þórðarstaði, Belgsá og Bakkasel. Þórðarstaðahúsið er upphaflega byggt úr steini en við íbúaskipti 1980 var húsið einangrað, skipt um glugga og klætt að utan með áli. Húsið er í þokkalegu ástandi en léleg útihús skemma heildarásýnd umhverfisins á þessum áberandi stað.

Fróðleikur um Þórðarstaðaskóg, Belgsá og Bakkakot