• Eigandi: Skógræktin
  • Staður: Kjalarnes
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Byggingarár: 1978 (tilbúið og tekið í notkun)
  • Skráð: 16.08.2012


Lýsing:
Gróðurhúsið var byggt sem aðalræktunarhús gróðrarstöðvarinnar á Grundarhóli árið 1974. Húsið er reist með stálgrind á steyptum sökkli og með loftun í mænisási. Flatarmál þess er um 560 m². Gróðrarstöðin á Grundarhóli var reist fyrir fjárveitingar úr þjóðargjöf Íslendinga, svokallaðri landgræðsluáætlun, sem gefin var á Alþingishátíðinni sumarið 1974. Hún rann til skógræktar, landgræðslu og gróðurrannsókna næstu fimm ár, 1976-1980, samtals einn milljarður gamalla króna. Unnið var að því að reisa gróðurhúsið frá 1975 en það var ekki glerjað og fullbúið fyrr en 1978. Fyrst var sáð í húinu veturinn 1978-1979. Gróðurhúsinu fylgdi á sínum tíma fullkominn stýribúnaður fyrir hita, loftun og  vökvun. Trjáræktarklúbburinn hefur haft húsið á leigu undanfarin ár og sinnt viðhaldi í samvinnu við Skógræktina.

Gróðurhúsið á Mógilsá