Selskógur
- 16 stk.
- 26.08.2009
Skóglendi á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt síðan skógrækt hófst og möguleikum þar til útivistar, fræðslu og menningarstarfs fjölgað. Samhliða hefur þörfin fyrir stígagerð, grisjun og fleiri þætti sem bæta aðgengi vaxið. Þjóðskógar í umsjón Skógræktarinnar eru opnir almenningi og stefna Skógræktarinnar hefur verið að halda helstu þjóðskógunum eins aðgengilegum og hægt er. Tilteknum þjóðskógum eða hlutum þeirra er þó hlíft við raski vegna náttúruverndarsjónarmiða.
Skoða myndirTimber built trails have become one of the main features of Thórsmörk Trail Volunteers' maintenance work in Thórsmörk and Goðaland. Carefully built steps prevent erosion and make the trails more comfortable for hikers. Gerð stígamannvirkja úr timbri er orðin snar þáttur í starfi sjálfboðaliða á Þórsmörk á hverju sumri. Timbur má nota til að útbúa tröppur á gönguleiðum til að koma í veg fyrir gróður- og jarðvegseyðingu vegna ágangs ferðamanna.
Skoða myndirTjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnann á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi. Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnann á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í 4 svæði og eru þau afmörkuð með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík. Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum. Opið 5. maí til 1. október. Hæð yfir sjó 30-50 metrar.
Skoða myndir