- 15 stk.
- 12.07.2018
Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnann á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi. Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnann á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í 4 svæði og eru þau afmörkuð með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík. Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum.
Opið 5. maí til 1. október. Hæð yfir sjó 30-50 metrar.