Með verkefninu er leitast við að nýta lúpínu til ræktunar alaskaaspar

Með verkefninu er leitast við að nýta lúpínu til ræktunar alaskaaspar. Rannsakað er hvort munur sé milli asparklóna, græðlingalengda og jarðvinnsluaðferða þegar aspargræðlingum er stungið í lúpínubreiðu. Þá er líka rannsakað hver áhrif misþéttrar lúpínu og áburðarmagns eru á vöxt og lifun aspargræðlinga.

Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson og sótt hefur verið um framhaldsstyrk til sjóðsins.

2019: Úrvinnsla gagna fór fram og niðurstöður voru kynntar á Fagráðstefnu skógræktar á Hallormsstað í apríl 2019. Stefnt er að nýjum tilraunalið sem lagður verður út í byrjun maí. Nýr tilraunaliður var lagður út í byrjun maí og eldri tilraunir voru heimsóttir að hausti og endurmældir.

2020: Á árinu er áætlað að fylgja tilraunum eftir í formi endurmælinga í haust með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Auk þess verða skoðuð áhrif gróðursettra lúpínuplantna á lifun og vöxt græðlinga.

Rannsóknarsvið

Nýræktun skóga og skjólbelta

Starfsmenn Skógræktarinnar

Aðalsteinn Sigurgeirsson

Hreinn Óskarsson