- Eigandi: Skógræktin
- Staður: Vaglaskógur Fnjóskadal
- Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
- Byggingarár: 1963-1964
- Skráning: 14.06.2012
Lýsing: Starfsmannabústaðurinn á Furuvöllum er timburhús, 114m² að grunnfleti, byggt á steyptum sökkli. Byggður var um 54 m² svefnskáli við Furuvelli árið 1977. Byggingin er með standandi borðaklæðningu og skúrþaki. Húsið teiknaði Sigurður Einarsson. Áður en starfsmannaaðstaða fluttist á Furuvelli árið 1964 var aðstaða fyrir starfsmenn í bragga sem stóð í Brúarlundi við Fnjóská. Viðhald og umgengni á Furuvöllum er til fyrirmyndar. Hitaveita kom í húsið 2015 og þak var endurnýjað sumarið 2016.
Geymslur að Vöglum
- Eigandi: Skógræktin
- Staður: Vaglaskógur Fnjóskadal
- Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
- Byggingarár: 1960 til 1965
- Skráning: 14.06.2012
Lýsing: Fyrstu geymslurnar sem byggðar voru í tengslum við rekstur gróðrarstöðvarinnar á Vöglum risu vestan við Furuvelli. Þar er jarðhýsi sem notað var sem kæligeymsla en framan við það er löng og mjó fjölnotageymsla sem byggð var 1960 og stækkuð 1965. Geymslurnar eru óeinangraðar og að hluta til opin hýsi með þaki. Þær eru á mjög áberandi stað við innkeyrslu inn á athafnasvæði Skógræktar ríkisins og að þeim var til skamms tíma lítil prýði. Nyrsti hlutinn, viðarskýlið, var sérstaklega illa farinn og var því rifinn en dyttað að syðri hlutanum.
Skemma á Vöglum
- Eigandi: Skógræktin
- Staður: Vaglaskógur Fnjóskadal
- Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
- Byggingarár: 1973
- Skráning: 14.06.2012
Lýsing: Vélageymslan er stálgrindarhús á steyptum grunni og klætt með bárujárni, um 200m² að flatarmáli. Undir suður- og vesturhluta skemmunnar er um 50 m² kjallari með kælibúnaði. Kælirinn er nú notaður sem frægeymsla Skógræktarinnar. Upphaflega var skemman óeinangruð en þegar byggingar Skógræktarinnar í Brúarlundi voru rifnar var klæðningin endurnýtt, skemman einangruð og sett viðarkynding í hana að hluta. Hún er núna tengd hitaveitu.
Gróðurhús í Gróðrarstöðinni á Vöglum
- hús 1, hús 2, og hús 3
-
Eigandi: Skógræktin
-
Staður: Vaglaskógur Fnjóskadal
-
Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
-
Byggingarár: 1982, 1983 og 1992
-
Skráning: 14.06.2012
Lýsing: Fyrstu varanlegu gróðurhúsin í Gróðrarstöðinni á Vöglum voru byggð 1982 og 1983. Þetta eru bogahús með 2“ járnrörabogum og trégrind. Flatarmál húsanna, hvors um sig, er um 298 m². Húsin voru hituð upp með olíukyndingu og notuð til sáninga. Þekja þessara húsa hefur ýmist verið plastdúkur eða plastplötur. Árið 1992 var auk þessa byggt eitt trébogahús með tvöföldu akrílplasti á steyptum sökkli og er það austast í röð þriggja gróðurhúsa í stöðinni. Þetta gróðurhús er vélgengt og er 288 m².
Tvö fyrstu varanlegu gróðurhúsin í Gróðrarstöð Skógræktar ríkisins
á Vöglum eru til hægri (hús 1 og 2).
Hús 3, lengst til vinstri, var reist 1992.
Fræhús á Vöglum
- Eigandi: Skógræktin
- Staður: Vaglaskógur Fnjóskadal
- Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
- Byggingarár: 1999
- Skráning og myndir: 14.06.2012
Lýsing: Fræhúsið er gróðurhús byggt sérstaklega til þess að framleiða trjáfræ við stýrðar aðstæður. Burðarvirki hússins er stálgrind með tréramma. Húsið stendur á steyptum sökkli og vegghæð ofan sökkuls er rúmir 4 metrar. Hæð fræhúsins undir mæni er um 7 metrar. Þakið er með bröttu risi og eru gluggar í mæni til loftunar. Á trégrind er gróðurhúsið klætt með akrílplast-plötum. Heildarflatarmál húsins er 1.032 m². Fræhúsið var upphaflega hitað upp með olíu en nú með heitu vatni frá Reykjum í Fnjóskadal.
Fróðleikur um Vaglaskóg