Hæð:, Runnar eða lágvaxin tré, sjaldan hærri en 5 m
Vaxtarlag: Oftast margstofna runni, myndar kjarr
Vaxtarhraði: Mikill í æsku en fer snemma að blómstra og þá dregur úr vexti
Hvaða landshluta: Um land allt
Sérkröfur: Ljóselskar tegundir, vaxa best í urðum en mun síður í bleytu
Styrkleikar: Blómstra og bera mikið fræ, góðir landnemar til uppgræðslu urða og mela
Veikleikar: Verða stundum fyrir slæmu kali og drepast þá gjarnan niður að rót, mynda kjarr frekar en skóg
Athugasemdir: Náskyldar tegundir. Sitkaelri og kjarrelri (A. crispa) eru af sumum taldar undirtegundir grænelris (A. viridis)