Lat. Meria laricis

Lífsferill

Lerkibarrfellisveppur (Meria laricis) þrífst á ýmsum lerkitegundum. Sveppurinn fer inn um loftaugu nálarinnar og vex síðan innan í henni. Fyrstu einkennin eru að framendi nálarinnar visnar og verður brúnn, en skemmdirnar færast síðan inn eftir nálinni.

Tjón

Lerkibarrfellisveppur veldur mestum skaða í uppeldi en einnig hefur hann drepið tré, einkum síberíukvæmi, en evrópulerki virðist sleppa að mestu.

Varnir gegn skaðvaldi

Í uppeldi þarf að fylgjast vel með þessum svepp og úða ef þarf. Í skógrækt er eina ráðið að forðast þau lerkikvæmi sem eru viðkvæmust fyrir sveppnum.