Spurningar og svör vegna grisjunarútboðs í Hrosshaga og á Spóastöðum í Biskupstungum vorið 2017
Spurning 1
Geturðu sagt mér hvernig þið viljið fá einingaverðið í útboðunum. Ertu með tilboðsskrá sem er ekki í verklýsingunni?
Þið viljið fá verð í útkeyrslu sér og fellinguna sér en ég geri mér ekki 100% grein fyrir hvernig þið viljið fá það sundurliðað í einingarverðum.
Svar: Við óskum eftir heildarverði í hvert verk fyrir sig. Á Spóastöðum eru tveir verkþættir í einum reit þ.e. annars vegar felling og hins vegar útkeyrsla. Í Hrosshaga eru að sama skapi tveir reitir og tveir verkþættir í hvorum. Heimilt er að bjóða í einstaka verkþætti.
Ekki er um sérstaka tilboðsskrá að ræða.
Spurning 2
Hvar á að safna saman timbrinu fyrir Hrosshaga? Við sandnámuna hjá þeim?
Svar: Timbrinu á að safna saman í malarnámu í landi Hrosshaga.
Spurning 3
Hvar á að safna saman timbrinu fyrir Spóastaði?
Svar: Timbrinu frá Spóastöðum á að safna saman í malarnámu í landi Hrosshaga.
Spurning 4
Talað er um að eftir grisjun eigi meðalþvermál trjánna í reitunum að aukast. Ég sé ekki hvernig það er hægt þar sem grenið hefur aldrei fengið séns til að vaxa og því mun meðalþvermál reitanna alltaf lækka.
Svar: Það er rétt. Almenna grisjunarreglan um að þvermál aukist í reitnum eftir grisjun á ekki við. Um er að ræða raðgrisjun þar sem asparraðirnar eru felldar en greni látið standa.
Spurning 5
Meðalhæð skógarins á ekki að lækka eftir að grisjun er lokið. Að sama skapi þá eru mjög fá greini á þessum reitum sem ná 2-3 metra hæð. Meðalhæð reitana mun því lækka.
Svar: Eins og svar við sp. 3. Réttmæt athugasemd og krafa um aukna meðalhæð á ekki við í þessu tilfelli.
Spurning 6
Vegir að reitunum eru óökufærir sökum bleytu. Ábúendur á Hrosshaga sögðust líklega þurfa að bera sjálfie í þá til að gera þá ökufæra. Ef svo erk eru líkur á því að þeirri vinnu verið lokið áður en verkið hefst?
svar: Þeirri vinnu verður að vera lokið áður en framkvæmdir hefjast, svo grisjunarmenn komist með góðu móti að reitunum og að hægt verði að keyra viðnum út úr reitunum.
Spurning 7
Reitirnir og allt landið er virkilega blautt og nokkuð öruggt að ummerki um útkeyrsluvélar verða á svæðunum. Vonandi er hægt að takmarka það eins og hægt er en sökum bleytu er það stórt spurningarmerki. Í raun eru þetta svæði sem þarf að grisja á frostmánuðum. Þó er Spóastaðasvæðið ekki alveg jafnblautt.
svar: Ætlast er til að verktakar haldi ummerkjum eftir útkeyrsluvélar í lágmarki en taka verður tillit til aðstæðna.
Spurning 8
Þetta eru 2 útboð og 2 liðir í hvoru útboði. Það er hagræðing í því að taka alla þessa reiti saman og því spyr ég er okkur heimilt að gefa sameiginlegt verð í útkeyrslu og grisjun á svæðunum?
Til útskýringar.
Verð fyrir Hrosshaga: grisjun og útkeyrsla
Verð fyrir Spóastaði: grisjun og útkeyrsla
Og svo annað verð ef allir reitir eru teknir saman.
Svar: Því miður er ekki unnt að breyta útboðsgögnum á þessu stigi. Ef þú ert með sundurliðaðar tölur í verkþættina er tilboðið gilt að uppfylltum öðrum skilyrðum.
Spurning 9
Hvernig er ætlast til að frágangur timburs sé eftir fellingu?
Svar: Verktaki fellir trén skv. skipulagi sem verkkaupi leggur upp og skal fella tré að útkeyrslubrautum svo hægt sé að ná þeim auðveldlega með timburkrana. Lega útkeyrslubrauta verður gerð í samráði við starfsmenn Skógræktarinnar. Trjáboli á að saga í 3 metra lengdir og stafla saman við útkeyrslubrautir. Þegar trjábolir eru rúmmálsmiklir, eða yfir 23 cm í þvermál í sverari endann, skal þeim haldið sér og litamerkjast, þeir fara í flettingu.