Hæð: Oftast stórvaxinn runni frekar en tré, sjaldan hærri en 5 m
Vaxtarlag: Oftast breiður, margstofna runni en lögun er breytileg eftir klónum
Vaxtarhraði: Mjög mikill í æsku en blómgun hefst snemma og þá dregur mjög úr vexti
Hvaða landshluta: Um land allt, helst í útsveitum
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti
Styrkleikar: Mjög gott salt- og vindþol, besta tegundin við strendur landsins þar sem saltákoma er mikil
Veikleikar: Haustkal hjá mest notaða klóninum (Sanda) en nýrri klónar eru með betra frostþol
Athugasemdir: Jörvavíðir er mjög líkur alaskavíði að sjá, enda áður talinn undirtegund hans, en rótarmyndun græðlinga er betri og því er hann yfirleitt stöðugri. Jörvavíðiklónarir 'Katla‘, 'Kolga‘ og 'Taða‘ hafa reynst mjög góðir í skjólbeltarækt í útsveitum