Lat. Cavariella spp.

Lífsferill

Víðiblaðlýs (Cavariella spp.) klekjast úr eggi í byrjun sumars. Þær geta af sér nýja kynslóð sem fjölgar sér með meyfæðingu. Að sumrinu flýgur einhver hluti stofnsins yfir á hvönn eða aðrar sveipjurtir.  Þær snúa síðan til baka á víðinn þegar haustar. Mökun og varp er á haustin.

Tjón

Víðiblaðlýs valda því að blöð verpast og skemmast.

Varnir gegn skaðvaldi

Lúsunum má verjast með úðun með skordýraeitri en einnig er hægt að úða runnana að vori með lífrænum olíum sem kæfa eggin.