Lífsferill
Gljávíðiryð (Melampsora larici-pentandrae) er nýr sjúkdómur á gljávíði hér á landi og hefur nú fundist víða um sunnanvert landið. Fyrstu einkennin eru rauðgulir blettir neðan á blöðum víðisins. Ryðsveppur þessi myndar sumar- og dvalargró sín á gljávíði en skálagróstigið finnst á lerki.
Tjón
Gljávíðiryð veldur mun meira tjóni en aðrir ryðsveppir á víði hér á landi. Gljávíðir sem hér er ræktaður er af suðlægum uppruna og vex oft langt fram eftir hausti. Sjúkdómurinn dregur úr þroska árssprotanna og gerir þá enn viðkvæmari fyrir kali.
Varnir gegn skaðvaldi
Erfiðlega hefur reynst að verjast þessum sjúkdómi og þarf að úða víðinn oft á sumri til að ná viðhlítandi árangri