Mat á viðarmagni á Vesturlandi frá höfuðborgarsvæðinu vestur í Dali

Viðarmagnsmat á Vesturlandi

Markmið verkefnisins er að meta viðarmagn á Vesturlandi frá höfuðborgarsvæðinu vestur í Dali.

Árið 2016 hófst samstarf við þáverandi Vesturlandsskóga um mat á viðarmagni á starfsvæði Vesturlandsskóga sem afmarkast af höfuðborgarsvæðinu í suðri og Dalasýslu í norðri. Eftir stofnun Skógræktarinnar heyrir verkefnið undir skógarauðlindasvið Skógræktarinnar með samstarfi við rannsóknavið.

Það er meistaraverkefni Ellerts Arnars Maríssonar skógfræðings við Landbúnaðarháskóla Íslands og á að taka mið af niðurstöðum COST-áætlunar um mat á nýtanlegum trjávið í evrópskum skógum. Það tengist einnig þjónustuverkefni Mógilsár við evrópsku skógargagnamiðstöðina, European Forest Data Centre, sem Evrópusambandið rekur. Nýtt eru gögn úr landsskógarúttekt til að meta viðarmagn og gera  viðarmagnsáætlun fyrir viðkomandi svæði. Verkefninu lauk vorið 2020 með framlögðu meistaraverkefni.

Rannsóknarsvið

Umhirða og afurðir skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Arnór Snorrason