Gefið hefur verið út ýmiss konar námsefni um tré, skóga, skógrækt og tengd málefni sem nýta má í skógarfræðslu eða í náttúrufræðikennslu í skólum. Fleira efni er að finna á vefnum, meðal annars efni á rafrænu formi á vef Menntamálastofnunar.

 

Forsíða Græðlings - lærum um skógGræðlingur 1 - Ég læri um tré

Á vef Menntamálastofnunar er að finna fjögur hefti með yfirskriftinni Græðlingur. Heftin eru námsefni í náttúrufræði sem einkum er ætlað nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Í efninu er áhersla lögð á tré sem lífveru og nánasta umhverfi þess. Í fyrsta heftinu, Ég læri um tré, er kynning á nokkrum algengum trjátegundum og verkefni sem hvetja til skoðunar vettvangi. Græðlingur samanstendur af fjórum nemendahefturm, verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum. Efnið er eingöngu gefið út rafrænt.

Opna heftið

Forsíða Græðlings -Ég læri um laufblaðGræðlingur 2 - Ég læri um laufblað

Á vef Menntamálastofnunar er að finna fjögur hefti með yfirskriftinni Græðlingur. Heftin eru námsefni í náttúrufræði sem einkum er ætlað nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Í efninu er áhersla lögð á tré sem lífveru og nánasta umhverfi þess. Í þessu hefti er fjallað um laufblöð og áhersla lögð á gerð og hlutverk þeirra. Hlutverki laufblaða við ljóstillífun eru gerð skil, bent á mismunandi útlit þeirra og hvernig það er nýtt til greiningar einstakra tegunda. Græðlingur samanstendur af fjórum nemendahefturm, verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum. Efnið er eingöngu gefið út rafrænt.

Opna heftið

Forsíða Græðlings - Ég læri um fræ, rót og stofnGræðlingur 3 - Ég læri um fræ, rót og stofn

Á vef Menntamálastofnunar er að finna fjögur hefti með yfirskriftinni Græðlingur. Heftin eru námsefni í náttúrufræði sem einkum er ætlað nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Í efninu er áhersla lögð á tré sem lífveru og nánasta umhverfi þess.Í þessu hefti er fjallað um hlutverk fræja, róta og stofns. Fræ eru mismunandi og skoðað er hvernig þau dreifast og verða að nýjum plöntum. Síðan er sjónum beint að rótum og stofni trjáa. Græðlingur samanstendur af fjórum nemendahefturm, verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum. Efnið er eingöngu gefið út rafrænt.

Opna heftið

Forsíða Græðlings - Ég læri um fræ, rót og stofn

Græðlingur 4 - Ég læri um dýr við, í og á trénu

Á vef Menntamálastofnunar er að finna fjögur hefti með yfirskriftinni Græðlingur. Heftin eru námsefni í náttúrufræði sem einkum er ætlað nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Hér er lögð áhersla á að nemendur fari í vettvangsferðir, geri athuganir, kynni sér einstakar lífverur og skoði samspil lífveranna í umhverfinu. Græðlingur saman­stendur af fjórum nemendaheftum, verkefnasafni og kennslu­leiðbein­ing­um. Efnið er eingöngu gefið út rafrænt.

Opna heftið

Forsíða Milli himins og jarðar - Ánamaðkar

Milli himins og jarðar - ánamaðkar

Menntamálastofnun gefur út áhugavert fræðsluefni í röð sem kallast Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðustriðum lestrar. Spurningar neðst á blað­síðun­um eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um.  Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í sam­vinnu eða sjálfstætt. Höfundur Jón Guðmundsson, myndefni Böðvar Leós.

Opna heftið

Forsíða heftisins Milli himins og jarðar - Köngulær

Milli himins og jarðar - Köngulær

Köngulær er fyrsta bókin í lestrarflokki Menntamálastofnunar sem kall­ast Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er ætlað þeim sem hafa náð undirstöðu­­atriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um.  Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Höfundur Jón Guðmundsson, myndefni Böðvar Leós og Jón Baldur Hlíðberg

Opna rafbók

Forsíða heftisins Milli himins og jarðar - Hrafninn

Milli himins og jarðar - Hrafninn

Hrafninn er fimmta bókin lestrarflokki Menntamálastofnunar sem kall­ast Milli himins og jarðar. Í bókinni er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda og er hún ætluð þeim sem hafa náð undirstöðu­atriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Höfundur Harpa Jónsdóttir, myndefni Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson.

Opna rafbók