Hæð: Fremur smávaxið tré, ætti að geta náð a.m.k. 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Ein- eða fástofna tré með breiða krónu, oft kræklótt
Vaxtarhraði: Hraður í æsku
Landshluti: Um land allt
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti
Styrkleikar: Löng og mjó laufblöð, þokkafullt tré
Veikleikar: Haustkal, trjámaðkur, brothætt í blotasnjó
Athugasemdir: Tegund sem talist getur tré og verðskuldar meiri notkun hérlendis. Ársprotar körfuvíðis henta vel til körfugerðar og af því er heitið dregið. Vesturbæjarvíðir gæti verið afbrigði eða klónn körfuvíðis og barst hingað til lands snemma á 20. öld. Hann er einnig talinn geta verið blendingur annað hvort selju (S. caprea) og körfuvíðis (S. viminalis) eða gráselju (S. cinerea) og körfuvíðis, jafnvel allra tegundanna þriggja. Annað afbrigði eða klónn körfuvíðis er þingvíðir sem dregur nafn sitt af því að hann var gróðursettur í Alþingisgarðinum. Þingvíðir drapst unnvörpum í páskahretinu fræga 1963.
- Um körfuvíði á vef Nature Gate
- Saga Vesturbæjarvíðisins, rætt við Jóhann Pálsson, Morgunblaðið 2.9.2001
- Um blending gráselju og körfuvíðis á vefatlas um breska og írska flóru
- Um blending selju og körfuvíðis á vefatlas um breska og írska flóru
- Um blending, selju, gráselju og körfuvíðis á vefatlas um breska og írska flóru
- Um Salix x smithiana á vefnum Plants for a future