Rannsakaður jöfnuður gróðurhúsalofttegunda yfir skógi sem gróðursettur hefur verið á framræstri mýri

Markmið verkefnisins er að skoða jöfnuð gróðurhúsalofttegunda yfir skógi sem gróðursettur hefur verið á framræstri mýri.

Lítið sem ekkert er til af innlendum eða erlendum rannsóknum um þetta efni og ekkert um losun kolefnis út í vatn. Upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir kolefnisbókhald Íslands og fyrir stefnumótun stjórnvalda um kolefnisbindingu með skógrækt og endurheimt votlendis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnisstjóri: Brynhildur Bjarnadóttir, HA.

Búið er að framkvæma stærsta hlutann af greiningavinnunni og unnið er að því að birta niðurstöður verkefnisins. Stefnt er að birtingu vísindagreina á árinu 2020.

Rannsóknarsvið

Loftslagsdeild

Tengiliður Skógræktarinnar

Bjarki Þór Kjartansson

Starfsmenn Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson

Aðrir starfsmenn

Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands