Hæð: Fremur lágvaxið tré, ætti að geta náð a.m.k. 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna með breiða krónu
Vaxtarhraði: Fremur hægur
Landshluti: Víða um land
Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Blóm, ber
Veikleikar: Reyniáta, trjámaðkur, haustkal
Athugasemdir: Mun styttri og minni reynsla er af alpareyni á Íslandi en af silfur- eða gráreyni. Hann virðist þó geta gegnt svipuðu hlutverki í garðrækt og e.t.v. skógrækt