Skógræktarfélag Íslands er landsamband skógræktarfélaganna.

Merki Skógræktarfélags Íslands án heitis

Skógræktarfélag Íslands er landsamband skógræktarfélaganna. Það stundar öfluga fræðslu- og útgáfustarfsemi, og gefur m.a. árlega út tímaritið Skógræktarritið. Einnig veitir félagið ýmiss ráð varðandi skógrækt og hefur það að markmiði að vinna að framgangi skógræktar og trjáræktar í landinu og stuðla að hvers konar umhverfisbótum.

Margir garð-, sumarbústaðar- og jarðeigendur stunda skógrækt án sérstakrar félagsþátttöku en flestir, rúmlega 7.000 manns, eru meðlimir þeirra ríflega sextíu skógræktarfélaga sem starfrækt eru víða um land.

Í 3. gr. laga Skógræktarfélags Íslands stendur:

Skógræktarfélag Íslands vill efla áhuga almennings á skógrækt, m.a. með því að kynna skóglendi félaganna og hvetja almenning til þess að nýta þá möguleika sem skógarsvæðin bjóða upp á. Þá vill félagið vill stuðla að því að sem flestir gangi í skógræktarfélögin.

Félagsaðild opnar leiðir til þátttöku í þróttmiklu starfi og félagsmenn njóta margvíslegra hlunninda; félagsmenn fá félagskírteini með afsláttarkjörum valdra aðila, fréttablaðið Laufblaðið og fræðsluritið Frækornið eru innifalin í félagsaðild o.fl.

Um allt land eru starfrækt sextíu skógræktarfélög og má nálgast frekari upplýsingar um hvert þeirra hér að neðan.

1   Skógræktar- og landv.fél. undir Jökli
2   Skógræktarfélag A-Húnvetninga
3   Skógræktarfélag A-Skaftfellinga
4   Skógræktarfélag Akraness
5   Skógræktarfélag Álftaness
6   Skógræktarfélag Árnesinga
7   Skógræktarfélag Austurlands
8   Skógræktarfélag Bíldudals
9   Skógræktarfélag Bolungarvíkur
10   Skógræktarfélag Borgarfjarðar
11   Skógræktarfélag Borgarfjarðar eystri
12   Skógræktarfélag Breiðdæla
13   Skógræktarfélag Dalasýslu
14   Skógræktarfélag Djúpavogs
15   Skógræktarfélag Dýrafjarðar
16   Skógræktarfélag Eskifjarðar
17   Skógræktarfélag Eyfirðinga
18   Skógræktarfélag Eyrarsveitar
19   Skógræktarfélag Fáskrúðsfjarðar
20   Skógræktarfélag Garðabæjar
21   Skógræktarfélag Grindavíkur
22   Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
23   Skógræktarfélag Heiðsynninga
24   Skógræktarfélag Ísafjarðar
25   Skógræktarfélag Kjalarness
26   Skógræktarfélag Kjósarhrepps
27   Skógræktarfélag Kópavogs
28   Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
29   Skógræktarfélag Mýrdælinga
30   Skógræktarfélag N-Þingeyinga
31   Skógræktarfélag Neskaupstaðar
32   Skógræktarfélag Ólafsfjarðar
33   Skógræktarfélag Ólafsvíkur
34   Skógræktarfélag Önundarfjarðar
35    Skógræktarfélag Patreksfjarðar
36   Skógræktarfélag Rangæinga
37   Skógræktarfélag Reykjavíkur
38   Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
39   Skógræktarfélag S-Þingeyinga
40   Skógræktarfélag Seyðisfjarðar
41   Skógræktarfélag Siglufjarðar
42   Skógræktarfélag Skagastrandar
43   Skógræktarfélag Skagfirðinga
44    Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn
45   Skógræktarfélag Skilmannahrepps
46   Skógræktarfélag Strandasýslu
47   Skógræktarfélag Stykkishólms
48   Skógræktarfélag Súgandafjarðar
49   Skógræktarfélag Suðurnesja
50   Skógræktarfélag Tálknafjarðar
51   Skógræktarfélag V-Húnvetninga
52   Skógræktarfélag Vestmannaeyja
53   Skógræktarfélagið Björk
54   Skógræktarfélagið Dafnar
55   Skógræktarfélagið Kvistur
56   Skógræktarfélagið Landbót
57   Skógræktarfélagið Lurkur
58   Skógræktarfélagið Mörk
59   Skógræktarfélagið Nýgræðingur
60   Skógræktarfélagið Skógfell

 

Vefur Skógræktarfélags Íslands