• Eigandi: Skógræktin
  • Staður: Vaglaskógur í Fnjóskadal
  • Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
  • Byggingarár: 1912
  • GPS-hnit: N 65°42.806 - W017°52.561
  • Skráning og myndir: 14.06.2012

Lýsing: Stjórnarráð Íslands eignast jörðina Vagli I 1905. Núverandi íbúðarhús er byggt 1912 og er núna um 187 m². Húsið, sem er steinsteypt, var reist í þremur áföngum. Syðsti hlutinn var reistur fyrst en hann er íbúðarhús, kjallari og ris. Síðar var byggð hlaða og millibygging milli hlöðu og íbúðarhúss. Vaglabærinn stendur í um 269 metra hæð yfir sjó. Víðsýnt er frá Vöglum til vesturs og suðvesturs. Byggingin er reisuleg en þarfnast viðhalds ef hún á nýtast Skógræktinni framvegis.

Aðrar byggingar sem tilheyra Vöglum I eru fjárhús og geymsla sem standa norðvestan við íbúðarhúsið. Norðaustan við íbúðarhúsið stendur lítill braggi. Hann er leifar af byggingu sem var flutt á staðinn eftir 1980, en hafði áður verið hluti af hóteli og veitingastað sem stóð í Brúarlundi skammt frá gömlu bogabrúnni yfir Fnjóská.

 

Fróðleikur um Vaglaskóg