Heimilistré (1-3 m)
Helstu tegundir: Rauðgreni, blágreni, þinur, stafafura
Skógræktin tekur á hverju ári jólatré úr þjóðskógunum, bæði til grisjunar og einnig nokkuð af trjám sem sérstaklega eru ræktuð sem jólatré. Seld eru jólatré á mörkuðum í landshlutunum og stundum eru auglýstir dagar þar sem fólk getur komið og fellt sín eigin tré í skógi. Það er árlegur viðburður í Haukadalsskógi til dæmis. Hafið samband við skógarverði ef ykkur vantar jólatré eða skreytingarefni.