Ýmis skógarúttektarverkefni unnin fyrir tilstilli Evrópusambandsins. Þjónustuverkefni

Þjónustuverkefni sem Evrópusambandið greiðir að fullu fyrir. Með samstarfi Mógilsár í gegnum COST-áætlanir og þátttöku í ENFIN (European National Forest Inventory Network) hefur Mógilsá öðlast þann sess að vera stofnun sem getur aflað áreiðanlegra gagna um skóga landsins með landskógarúttektum.

Fyrsta verkefnið (SC17) var unnið veturinn 2015-16 og þá voru gögn um lífmassa skóga ofanjarðar send út í evrópskan gagnagrunn ásamt landskýrslu. Gögnin voru flokkuð eftir trjátegundum og stöðluð miðað við ósk verkefnistjóra. Seinna verkefnið var unnið veturinn 2016-17 en þá voru send í sama gagnagrunn gögn um nýtanlegan lífmassa í skógum á Íslandi. Um þessar mundir er Skógræktin ásamt fleiri stofnunum að ganga frá rammasamningi um upplýsingagjöf til evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar European Joint Research Center sem felur í sér að fleiri verkefni af svipuðum toga eru í farvatninu.

Rannsóknarsvið

Loftslagsdeild

Tengiliður Skógræktarinnar

Arnór Snorrason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Arnór Snorrason