Athugasemdir við minnisblað Tómasar Grétars Gunnarssonar og Salvarar Jónsdóttur vegna Landsáætlunar í skógrækt, sérálit.
Almennt: Almernnt finnst mér álit minnihluta vera sett fram í óþarflega mikilli vissu um áreiðanleika (að því er mér finnst klisjukenndra) áliktana sem ýmsar stofnanir og fræðimanna kreðsur temja sér að líta á sem „hina einu réttu“ þegar kemur að umræðu um náttúru- vistfræði og náttúrvernd, og sé á einhver hátt vísindalega betur undirbyggð en röksemdir t.d. náttúrufræðinganna sem skrifaðir eru fyrir meirihlutaáliti. Þesskonar endurteknar „skýrslu-staðreyndir“ finnst mér stundum hafa orðið til við aðeins eina upphrópun og má þar t.d. nefna dæmið þegar hinn merki Pétur M. Jónasson hélt því fram í bók sinni um Þingvallavatn að grenilundir á svæðinu ógni stórlega lífríki vatnsins. Þetta hefur verið marg hrakið en virðist ekki hagga mörgum sjálfsskipuðum handhöfum „réttra“ nárrúruvísinda.
Annað dæmi má nefna en það var ruglið sem Skotvís kokkaði upp á árunum upp úr 1990 þegar efnt var til umfangsmikils átaks sem kennt var við landgræðsluskóga. Því var haldið fram að stóraukin birki-skógrækt ógnaði „bersvæðafuglinum“ rjúpunni – og allnokkrir fuglafræðingar bökkuðu það upp en virtust svo hafa sáralítið til síns máls og alveg sérstaklega ekki þegar stærðarhlutföll skóga og skóglauss lands er haft í huga.
Sérálitshöfundum er tíðrætt um hve náttúra íslands er sérstök og einstök og henni megi því ekki raska, hvorki í smáum skala nér stórum landslagsskala. Sérstaða íslenskrar náttúru felst einmitt ekki í því hve séhæfð og afmörkuð hún er heldur þvert á móti. Í náttúru Íslands eru mjög margar tegundir jurta og fugla með ótrúlega vítt aðlögunarsvið. Margar fuglategundir sem hér eru, eru það sem kalla má „tækifærissinar“ og nýta þær aðstæður sem eru í boði hér þótt þeir nýti sér annað annars staðar þar sem eittvað betra kann að bjóðast. Þeir eru enda margir á jaðri útbreiðslusvæðis síns og „á jaðrinum“ þurfa tegundir að kunna að bregaðst við ýmsu.
Vissulega er ósnortin náttúra falleg og heillandi en hérlendis er hún víðast enganvegin ósnortin þótt því sé haldi fram í auglýsingapésum og hefðbundnum glansmyndum. Hugtakið „ósnortið“ er ekki mikils virði ef það er notað eftir hentugleikum. Hér falla sérálits höfundar í þá gryfju að mála upp sterka rómantýska liti og vega þá á móti einhverju óljósu varg-eðli manna eða meintri græðgisvæðingu. Þetta minnir helst á orð ónefnds fyrrverandi umhverfisráðherra sem lét þess getið að hann væri „Svo sem ekkert á móti skógrækt með útlendum trjáegundum en hann vildi ekki sjá mengandi pappírs- og sellulósaverksmiðjur rísa hérlendis og væri þess vegnaí á móti ræktun útlendra trjátegunda...“
Auðnum verður ekki ógnað með umræddri landsáætlun í skógrækt og mólendi (sem sagt er afar verðmætt og hafi mikla sérstöðu vegna þess hve algengt það er hérlendis) verður heldur ekki ógnað með því að rækta skóga í hluta þess -á nýjan leik, því núverandi mólendi er sennilega að mestu fyrrum birkiskógarbotn.
Vissulega þarf að hafa aðgát við allar framkvæmdir og áætlanir en sérálitsmenn virðast telja sig vera að berjast við „þann stóra sjálfan“ (sem er að vísu skemmtilegur Íslenskur siður) en ég geld varhuga við því, þar sem í fæstum tilfellum verða það stórir aðilar sem fást við skógrækt. Einfalt regluverk og fagleg þekking á skógrækt getur hæglega tryggt að úr þessu verið ekki sjálfkrafa einhver „mengandi stóriðnaður“
Að skapa auðlind með ræktun í sínu nærumhverfi ætti að teljast jákvæður póstur í mannlegu umhverfi og þarf að vera gerleg án þess að menn hafi að baki sér óvígan her sérfræðinga, júrista og fullt af pening og tíma.
Mikið púður fer í að mála hættuna af hinum erlendu og meintu ágengu tegundum en um það þarf ekki að hafa mörg og hástemd viðvörunarhróp í tilfelli tjrátegunda. það hefur ekki vafist fyrir mannkyni allar götur frá steinöld að uppræta skóg. Flestar trjátegundir fjölga sér hægt og verða ekki kynþroska fyrr en margra ára – öfugt við grös og því auðvelt að stíga inn í framvindu ef hún ógnar einhverju. Stafafuran er nefnd til sögunnar sem varasöm ef ekki hættuleg tegund í lifríki Íslands, það er í sjáfu sér forvitnilegt þar sem önnur útlend tegund hefur örugglega náð mun meiri árangri í ágengni sinni en furan. Það er viðjan (Salix myrsinifolia) en sennilega rugla menn henni saman við ilmbjörkina í hæfilegri fjarlægð og því kallar hún síður fram kvíða. Það er helst að frumherjategundin birki geti átt það til að fjölga sér hratt og vel fái hún til þess næði.
Svokallaður nytjaskógur er skógur sem ræktaður er upp með ákveðnum aðferðum til að stýra honum til uppskeru verðmætis í formi smíðatimburs eða annara beinna viðarafurða. Þesskonar ræktun kallar á vissa einsleitni fyrst og fremst til að tryggja rekstrarafkomu ræktunarinnar rétt eins og byggið á akrinum verður ekki ræktað að viti í bland með túnvingli eða bugðupunti. Til eru mörg og margreynd módel fyrir nytjaskógrækt og oftast er leitast við að hafa þá eins fjölbreytta og kostur er til að tryggja auðugra vistkerfi og um leið meira ræktunaröryggi. En timburnytjaskógur sem ekki verður hagkvæmur í rekstri verður einfaldlega engum til fjárhagslegs gagns.
Svo er gjarna talað um fjölnytjaskóg en þessi orð geta svosem haft allskonar merkingu eftir atvikum. Orðið vísar þó til þess að nytjarnar séu ekki af viðinum einum saman heldur komi fleira til. Þannig er það eimitt í hinum þróaðri skógarlöndum að timbrið er bara ein afurðin sem litið er til en amk. 200 aðrir vöruflokkar geta komið úr skógi (en verða ekki til án hans) að ekki sé nú talað um önnur áhrif svo sem skjól fyrir aðra ræktun s.s. grænmeti, grös og búfé.
Þá er enn ótalið verndargildi skóga fyrir jarðveg, vatnsbúskap, skordýr og margar fuglategundir. Það er að mínu viti mjög og alvarlega ofsagt að hættur sem minnihlutinn málar upp séu svo stórar og alvarlegar að ekki megi hæglega stýra hjá þeim – en um leið tryggja að íbúar landsins geti nýt sér kosti skóga. Við höfum bæði þekkingu og reynslu til að rækta góða og sjálfbæra skóga- og vítin til að varast (reynslan). En að trúa því að reglugerðarfrumskógur og þunglammalegt leyfiskerfi tryggi vænlegan árangur er kolröng nálfgun, hún er fremur nálgun áður ónefnds umhverfisráðherra; „öruggast að gera ekki neitt“. Við áherslur á verndun landslags þarf að skoða vel hvað er átt við, hvaða landslag ? Er það t.d. búsetulandslagið sem var við landnám eða er það búsetulandslagið sem við blasti 1980 ?? Eða er það landslagið sem barnið okkar elst upp við og er ekki það sama og við ólumst upp við. Víða um lönd eru skógar og skógrækt sérstaklega stunduð til að fela nútíma landslag – hús og vegi sem hvort tveggja eru nauðsynlegir innviðir -einnig í dreyfbýli. Skóga má rækta til að auðvelda rekstur mannvirkja s.s. spara orku, safna snjó á tiltekin svæði os.frv. – en því miður dugar birkitegundin sjaldnast til sliks.
Ég held því fram að skórækt sé og verði mjög þýðingarmilkir á Íslandi í framtíðinn og ekki síst í þeirri loftslagsvág sem að okkur steðjar. Þá er ég ekki að tala um kolefnisbindingu heldur framtíðar-möguleika matvælaframleiðslu á Íslandi sem augljóslega verður ekki byggð á auknini kvikfjárrækt. Að stefna að allskonar skógrækt á svo litlu sem 0,6 % landsins á næstu 20 árum ætti að vera álitin einhverskonar lágmarkskrafa (og það strax) í samfélagi sem vill lifa sjálfbært í landi sínu. Réttara markmið væri sennilega að stefna að 30% skógarþekju, eða eins og staðan var trúlega við landnám. Ef það væri markmiðið í umræddri landsáætlun væri ef til vill ástæða til að viðhafa varúðarreglur og matsskyldur að umfangi í átt við það sem minnihlutinn leggur til. Skógrækt er ekki aðeins það að planta trjám, hún er: verkvitið, fræðin, listin og reksturinn við að rækta skóg á þann hátt að úr honum verði stöðugt framboð afurða, tiltekið umhverfi eða önnur gildi sem eru eftirsóknarverð fyrir skógareigandann.
|