Hæð: Runni eða smávaxið tré, sjaldnast hærri en 5 m hérlendis Vaxtarlag: Mjög breytilegt, marggreinóttur runni eða einstofna kræklótt tré, tvær nálar í knippi
Vaxtarhraði: Hægur
Hvaða landshluta: Víða um land
Sérkröfur: Ljóselsk tegund
Styrkleikar: Mjög vindþolið, gott frost- og seltuþol
Veikleikar: Hægur vöxtur
Athugasemdir: Fjallafuru ætti einkum að nota sem landgræðslutegund á sandsvæðum og sem garðtré/runna. Dvergfura (Pinus mugo var. pumilio) er skriðult og runnkennt afbrigði fjallafuru en einstofna, trjákenndari afbrigði hafa verið kölluð heiðafura. Fjallafura virðist mun minna næm fyrir sveppasjúkdómnum furubikar en bergfura.