Chrysomyxa abietis

Lífsferill

Greniryðsveppur (Chrysomyxa abietis) leggst eingöngu á greni, einkum rauðgreni. Síðsumars koma ljósgrænir blettir á yngstu nálarnar og að lokum gulnar allur sprotinn. Næsta vor myndast rauðgulir aflangir flekkir á árssprota síðasta árs. Þaðan berst smitið á nýju nálarnar þegar þær myndast.

Tjón

Greniryð er mest áberandi í hlýjum, rökum sumrum. Hér hafa verið mikil áraskipti að þessum sjúkdómi og einnig virðist vera töluverður munur á smitnæmi mismunandi rauðgrenikvæma.

Varnaraðgerðir eru yfirleitt óþarfar nema e.t.v. í jólatrjáaræktun. Viðkomandi jólatrjáaræktendum er bent á Halldór Sverrisson og Eddu S. Oddsdóttur á Mógilsá.