Hæð: Lítið til miðlungs tré, innan við 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Með stuttan stofn og breiða krónu, oft kræklótt
Vaxtarhraði: Hægur hérlendis
Landshluti: Um land allt
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg og sumarhlýindi
Styrkleikar: Hrjúfur börkur, haustlitir, myndar góða kynblendinga við ilmbjörk
Veikleikar: Illa aðlagað íslensku loftslagi, aðeins fá tré til hérlendis
Athugasemdir: Steinbjörk er trjásafnstegund hérlendis en hvorki hæf til notkunar í skógrækt né almennri garðrækt sökum skorts á aðlögun að hafrænu loftslagi. Upp af fræi af steinbjörk í Múlakoti vaxa þó falleg og vel aðlöguð tré sem eru blendingar steinbjarkar og ilmbjarkar