Salix caprea

Hæð: Smávaxið upp í miðlungsstórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Fástofna runni eða tré með fremur stuttan stofn og breiða krónu

Vaxtarhraði: Mikill í æsku en dregur úr honum þegar blómgun hefst

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveghttp://www.euforgen.org/species/salix-caprea/

Styrkleikar: Gott frostþol og vindþol, sjálfsáning

Veikleikar: Víðiryð, ekki hægt að fjölga með græðlingum

Athugasemdir: Eina víðitegundin hérlendis sem erfitt er að fjölga með vetrargræðlingum og hefur notkunin verið minni en tegundin á skilið, því þetta er á margan hátt besta víðitegundin sem völ er á hérlendis