Hæð: Fremur smávaxið tré, ætti að geta orðið allt að 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Ein- eða fástofna tré eða runni með breiða krónu, oft kræklótt
Vaxtarhraði: Fremur hægur
Hvaða landshluta: Gamli klónninn einkum á sunnanverðu landinu, norðlægari klónar víða um land
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti
Styrkleikar: Glansandi laufblöð, fallegur í limgerði
Veikleikar: Haustkal, ryð
Athugasemdir: Gljávíðir barst til landsins fyrir 1900 og óx upphaflega tréð lengi við Aðalstræti 9 í Reykjavík. Græðlingar, upphaflega af því eina tré, voru mikið notaðir við limgerðisræktun um sunnanvert landið þar til gljávíðiryð barst til landsins fyrir allnokkrum árum. Vinsældir gljávíðis hafa síðan dalað mjög. Hins vegar eru til í landinu klónar af norðlægari uppruna sem eru harðgerðari og ekki eins viðkvæmir fyrir ryðinu