Lífsferill
Reyniáta (Cytospora rubescens) er átusjúkdómur sem algengur er um allt land, en þó meira áberandi við ströndina en í innsveitum. Einkennin eru þau að börkur á greinum dökknar og fellur inn og síðar myndast í honum flöskulaga gróhirslur, sem þó eru huldar berkinum að mestu. Gróin spýtast út í rauðum massa. Algengt er að sveppurinn vaxi í langan tíma án þess að mynda gróhirslur eða gró. Stundum virðist hann liggja í dvala í berkinum og byrjar þá fyrst að vaxa þegar greinin særist eða hana kelur.
Tjón
Reyniáta veldur verulegum skemmdum á reyniviði, einkum í strandhéruðum.
Varnir gegn skaðvaldi
Varast ber að klippa reynivið eða saga greinar síðsumars og fram á miðjan vetur. Ræktendum í leit að lækningu og vörnum er bent á að ráðfæra sig við Guðmund Halldórsson, skordýrafræðing hjá Landgræðslunni, og Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðing á Mógilsá