Skógarkot

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Borgarbyggð
  • Byggingarár: 1959 og 1981
  • Skráning og myndir: Í júlí 2012

Lýsing: Skógarkot í Norðtungu var byggt sem starfsmannahús Skógræktarinnar í Borgarfirði árið 1959. Í Norðtungu var rekin gróðrarstöð um árabil. Húsið er timburhús á steyptum sökkli. Upphaflega var húsið reist úr tilsniðnum flekaeiningum sem fluttar voru frá Reykjavík. Árið 1981 var húsið endurbyggt og stækkað og sólpallur hefur verið smíðaður sunnan við það. Flatarmál hússins er um 100 m². Í Skógarkoti er nú hitaveita og er húsið nýtt sem frístundahús. Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur afnot af því og leigir það út til félagsmanna.


Skógarkot, útihús

Lýsing: Í Norðtungu eru geymslur sem byggðar voru þegar skógræktin rak gróðrarstöð í Norðtungu. Byggingin til hægri var byggð 1959 og er sæmileg en byggingin til vinstri var byggð 1970 og er í góðu ástandi.